Leita í fréttum mbl.is

Endurreisn Ólafs er þjóðþrifaverk

Óli SkansÞjóðþrifaverkin leynast víða, sem betur fer. Sú landsfræga sómakona, frú Ingveldur, tók sig til síðsumars á síðasta ári og orkti braginn um Óla Skans upp og færði til nútímans, en á það hefir verulega skort, að verk þjóðskáldanna, allt frá Bub Morteins aftur til Ara fróða og höfunda Íslendingasagnanna, hafi fengið þær nauðsynlegu uppfærslu sem þeim ber. Nú er skemmst frá að segja, að frú Ingveldur fyllir flokk þessa góðskálda íslenskra sem vér metum mest og hæst hafa risið í sölum andans. En nú hefir sem sé frú Ingveldur riðið á vaðið og tekið Óla Skans sér til handargagns og hafið nýrrar upphefðar, vegs og virðingar.

En svo vér grípum af handahófi niður í versin af Óla Skans í útfærslu frú Ingveldar, þá fangar hugurinn fljótt eftirfarandi stöku:

Ólafur Skans, Ólafur Skans,
ógnar typpalingur.
Vala hans, Vala hans,
veinar þar til hún springur.
Ólafur, Ólafur, Ólafur Skans.
Sjá hvað þú er sóðalegur
segir konan hans.

Þér eruð naut, þér eruð naut,
þannig hóf hún tölu.
Ólafur skaut, Ólafur skaut 
andskotann af Völu.
Ólafur, Ólafur, Ólafur Skans.
Vergjörn er og villt í rúmi
Vala konan hans.

SnjórSvo sem sjá má hefir Óli Skans forframast og heitir nú Ólafur eins og góðir menn heita gjarnan og munar nú sáralitlu að upphefð hans hafi náð enn hærri hæðum, ef stafsetningin á ættarnafni hans hefði vaxið úr Skans í Sckans. En þessa stundina fæst frú Ingveldur við ljóð, sem hún hefir þegar gefið nafn og heitir Alexander í snjóskaflinum og fjallar um Alexander nokkurn sem dagaði uppi í snjóskafli og birtist aftur undan fönn að vori, sem einn salstólpi, ærið óhrjálegur.


mbl.is Enn verið að endurskoða snjómokstur borgarinnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Gaman að sjá plötumerkið HSH en Sigríður var systir mömmu minnar!!

Sigurður I B Guðmundsson, 3.1.2023 kl. 21:52

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það átti að standa á plötumerkinu að þarna væri Óli Skans leikinn á harmónikku af Ólafi Péturssyni, en af einhverjum ástæðum skilaði það sér ekki inn á bloggið.

Jóhannes Ragnarsson, 3.1.2023 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband