Leita í fréttum mbl.is

Leiđangur Ólafs bónda og dr. Kristjáns um sveitina

bíllŢegar Ólafur bóndi var á dögum hafđi hann forgöngu um ađ fariđ var ađ leita fornminja í hans sveit, ţví hann var áhugamađur algjör um slíka hluti. Sjálfur ók hann suđur á willýsjappa sínum og sókti dr. Kristján foddnleifafrćđing og fór međ hann hálf nauđugan međ sér heim í sveitina. Fólkiđ á hinum bćjunum varđ undrandi á ţessu uppátćki Ólafs bónda og sumir skelkađir, ţví aldrei hafđi nokkur mađur í ţessari sveit heyrt minnst á fornleifar kynnu ađ leynast ţar um slóđir, ţađ voru ekki einusinni sögusagnir um ađ ţar hefđi búiđ landnámsmađur og ekki stafkrókur um nokkuđ ţvíumlíkt í Landnámu, og í Íslendingasögunum er sveit Ólafs bónda hvergi nefnd á nafn.

Nćstu daga vóđ Ólafur bóndi, međ dr. Kristján í eftirdragi, um sveitina ţvera og endilanga, bendandi og patandi í allar áttir og ţuldi yfir hinum gagnmenntađa fornleyfafrćđingi sín eigin frćđi um hugsanlega ,,góđa stađi" til ađ grafa í eftir mannvistarleyfum, sem vel gćti veriđ frá landnámsöld ef heppnin vćri međ. Satt ađ segja varđ dr. Kristján fljótlega uggandi um hag sinn á ţessu ferđalagi, ţví hann taldi auđsćtt ađ Ólafur bóndi vćri brjálađur mađur og ef til vill hćttulegur. Ekki bćtti heldur úr skák, ađ Ólafur bóndi hafđi međferđis gnótt neftóbaks á rölti ţeirra félaga um sveitina, sem hann otađi í sífellu ađ dr. Kristjáni svo viđ lá ađ hann fengi ţá og ţegar alvarlega nikótíneitrun, ţví dr. Kristján var vćgast sagt mikill hófsmađur á tóbak.

gun1Allan ţennan leiđangur Ólafs bónda, frá ţví hann lagđi af stađ suđur eftir dr. Kristjáni og ţar til hann hinn merki fornleifafrćđingur hvar á braut, var hinn frćkni smalahundur bónda, Snati, međ í för. Eftir á skýrđi dr. Kristján svo frá, ađ ţađ langmerkilegasta, sem fyrir augu hans bar í ţessari ferđ, hafi veriđ hundurinn Snati og í raun og veru hefđi hann veriđ hiđ eina sem eitthvađ hefđi veriđ mark á takandi. Til ađ mynda hefđi hann séđ til Snata opna ađrar dyrnar á Willísjappanum og stela nesti húsbónda síns og éta ţađ međ kaldri samvisku. Ţegar Ólafur bóndi komst ađ ţví ađ nesti hans var horfiđ varđ hann ćfur af reiđi og bar umsvifalaust upp í dr. Kristján ađ hann hefđi stoliđ nestinu og slafrađ ţađ í sig á laun. En er Ólafur bóndi seildist eftir haglabyssu sinni í aftursćti bifreiđarinnar, var dr. Kristjáni nóg bođiđ og tók til fótanna, en Ólafur bóndi hleypti af tvíhleypu sinni á eftir honum, án ţess ađ hćfa, ţví óđagot var mikiđ á bónda og dr. Kristján kominn úr ákjósanlegasta skotfćri. Niđur viđ ţjóđveg tókst dr. Kristjáni giftusamlega ađ stöđva bifreiđ, sem var á leiđ burt úr sveitinni, og barg ţar lífi sínu á elleftu stundu.   


mbl.is „Ef ekki ţau allra stćrstu“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband