Leita í fréttum mbl.is

Meðferð á látnu fólki.

Jæja já, eru þeir nú farnir að geyma jarðneskar leyfar okkar kæru burtsofnuðu meðbræðra í kælum innanum grænmeti og dauða kjúklinga! Mig hefur lengi grunað að þetta mundi fara svona. Það nær auðvitað ekki nokkurri átt, að bjóða fólki, lifandi eða dauðu, upp á svona svívirðilegar traktéringar. Ég er algjörlega brand sjúr á, að ekki fyrirfinnst á landinu ein einasta sál, sem vill taka við kistu síns nánasta angandi af sláturlykt og kartöflum, svo lítið dæmi sé tekið.

Annars langar mig mest að vitna í Eddu Þórbergs Þórðarsonar, fyrst meðferð á líkkistum með réttu innihaldi er hér til umræðu. En þar segir Þórbergur meðal annars: ,,Hann (þ.e. Þórbergur) óskar að geta gert háttirtum lesendum það skiljanlegt, að hann telur allar serimoníur með rotnandi hræ, hversu geníalt sem innihald þess hefur verið, ógeðslegt vitni um bjánaskap og innantómleika, ef ekki illmennsku. Og hann álítur í fyllstu einlægni alla þá menn, sem fást við slíkan fábjánahátt, sálsjúka og andlega blinda auðnuleysingja, ef ekki fúlmenni."


mbl.is Samskip segjast fylgja nákvæmlega reglum um líkflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband