Leita í fréttum mbl.is

Sveitaball 59.

Á dansleiknum þandi Arnfreður Lyngdalh harmónikkuna í beljandi rælum og skottísum. Þegar á leið skrallið, varð Arnfreður ölvaður og fóra leika svo skrykkjótt að takturinn riðlaðist og stórárekstrar urðu á dansgólfinu, sem aftur leiddu til hörkuáfloga. Mátti Hálfdán lögregluþjónn hafa sig allann við, að ganga milli manna og stilla til friðar, ýmist með fortölum eða með handjárnum. Hina járnuðu geymdi Hálfdán í illa lyktandi afhýsi að húsabaki. Var vistin þar dimm og rök með skorkvikindum, nagdýrum og draugum. En inni á dansleiknum fimbulfambaði Arnfreður Lyngdalh algjörann glundroða á hljóðfærið, án þess að nokkur gæti rönd við reist.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha haha........mér finnst eins og ég hafi staðið þarna inn í miðri sviðsmynd í denn. Ljóta skepnan hann Arnfreður, Mátti Hálfdáns hefði betur handsamað það dýr og ráðist þar með að rótum vandans.

Níels A. Ársælsson., 26.6.2007 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband