Leita í fréttum mbl.is

Friðflytjandinn Tony Blair.

Það er víst í engu logið þegar sagt að hræsnin ríði aldrei við einteyming. Hvað er það annað en hræsni af svörtustu sort, að láta sér detta í hug að gera ódæðismanninn Tony Blair að sérstökum friðarerindreka fyrir botni Miðjarðarhafs? Og hvað á maður eiginlega að segja við yfirlýsingu Blair við fréttamenn, þess efnis, að hann sé reiðubúinn að gera það sem í hans valdi stendur til að koma á friði milli Ísraelsmanna og Palestínumanna? Í mínum eyrum hljómar þetta ógeðfellda orðagjálfur Tony Blair á svipaðan hátt og að Osama bin Laden léti hafa samskonar þvætting eftir sér.

Heimurinn verður að fara gera sér ljóst, að menn eins og Tony Blair og Georg Bush, og sú hirð sem að þeim stendur, eru ekkert minna en stóhættulegir glæpamenn, sem hika ekki við að ögra mannkyninu alla daga eins og ekkert sé sjálfsagðara - og komast upp með það.


mbl.is Blair lýsir áhuga á að vinna að friði í Miðausturlöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Heldur að hefði verið munur ef Hitler hefði lifað af seinni heimstyrjöldina. Hann hefði verið fínn í friðarviðræðurnar að henni lokinni

Jón Ingi Cæsarsson, 26.6.2007 kl. 12:16

2 Smámynd: kaptein ÍSLAND

var það nú ekki tony blair sem sagðist vera með eitthverjar sannanir um vopn i írak og fór í samfloti með bush til að byrja íraksstríðið ?? usss og nú er ann orðinn peacemaker ,rosalegur hann blair heldur að hann bæti eitthvað fyrir að gera þetta núna ;) ,það ætti að skjóta hann 

kaptein ÍSLAND, 26.6.2007 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband