Leita í fréttum mbl.is

Stríð er ekki eins mannslífs virði.

Þeir eru víst orðnir heldur fáir ofar moldi sem tóku þátt óhugnaðinum sem kallaður er fyrri heimstyjöldinn. Fyrir utan Harry gamla Patch, veit ég ekki um neinn sem enn er á lífi þeirra sem börðust í þessari styrjöld nema Jósef Svejk frá Prag í Tékklandi. Svejk er ekki síður ern er Patch, því enn þann dag í dag má sjá hann á götum Pragborgar,  gamlan og slitinn. Og væri hann spurður að heiti, myndi hann svara yfirlætislaust: - Ég heiti nú Svejk, án þess að hafa hugmynd um mikilvægi sitt í styrjaldarsögu síðustu aldar.

 Það vekur athygli, að í fréttinni um gamla Patch er eftirfarandi setning höfð eftir karlinum: „Of margir létust, stríð er ekki eins mannslífs virði”. Ekki er að efa, að svona óheflaður munnsöfnuður fellur engann veginn að orðræðu og athöfnum bresku ríkisstjórnarinnar, hvað þá hinna amrísku glæpahunda Georgs Bush og hans hyskis. Og ekki er síður ömurlegt að upplifa fylgispekt íslensku ríkisstjórnarinnar við þann djöflafans. 


mbl.is Heimsótti vígstöðvarnar 90 árum síðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband