Leita í fréttum mbl.is

Guðfræði eða hagfræði?

Miðað við orðbragið á meðfylgjandi frétt, er tæplega gerlegt að sjá hvort Davíð Oddsson er að tala um guðfræðileg málefni eða hagfræðileg. Enda munurinn á þessu tvennu vart greinanlegur hjá sanntrúuðum kapítalistum. 
mbl.is Davíð: Markaðurinn þráði góðar fréttir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hann er þarna fyrst og fremst í vistun og líka til að tryggja að alls enginn taki minnsta mark á þessarri algjörlega gjaldþrota brandarastofnun. Og hann hefur skilað því hlutverki ágætlega.

Seðlabankinn er vita fallít enda með gjaldeyrisvarasjóð upp á eitthvað 140 milljarða (skattgreiðendur  neyddust til að slá lán upp á 90 milljarða sl. haust til að hífa sjóðinn úr sama sem engu í svo til ekkert. Miðað við stærð bankakerfisins og erlendar skammtímaskuldir þjóðarbúsins þyrfti bankinn að vera með að algjöru lágmarki 500 milljarða - sem aftur þýðir augljóslega að ríkissjóður er í raun gjaldþrota. Þessir máttlausu aðilar hafa lítið sem ekkert með krónuna að gera og hún gæti þess vegna hrunið um tugi prósenta á einni viku sem þýðir óðaverðbólgu og stórfellda kjaraskerðingu. Að sjálfsögðu er auk þess massíf verðbólga í pípunum vegna tryllingslegrar peningaprentunar erlendra seðlabanka síðustu viku. Þegar litið er til þess að seðlabankinn er þegar  með stýrivextina uppi í skýjunum  má augljóst vera að unnið hefur verið hörðum höndum að því innan bankans sjálfs og ríkiskerfisins að útrýma gjörsamlega trúverðugleika hans. Er svo ekki fjármálaráðherrann fyrrverandi hundahreinsunarmaður? Þetta ber greinilega allt að sama brunni. 

Baldur Fjölnisson, 20.8.2007 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband