Leita í fréttum mbl.is

Þegar Snati tók Ólaf bónda af lífi.

Snati gamli hafði alla tíð haft ýmigust á Ólafi bónda. En Ólafur bóndi var óþrifnaðarskepna, sem nennti ekki einusinni út í dyr til að pissa, heldur sprændi einatt í eitt hornið á forstofunni, en í þessari sömu forstofu var Snata gert að halda til um nætur. Þegar Ólafur bóndi var í vondu skapi lét hann ósjaldan eftir sér að sparka í Snata og gaman þótti honum að miða haglabyssu sinni tvíhleypri og hræðilegri á fjáhund sinn og hóta með hrottalegu orðbragði að skjóta hann. Eitt sinn í smalamennsku skreið Ólafur bóndi fram á bjargbrún til að gá að kindum og tefldi á tæpasta vað. Þá gat Snati gamli ekki setið á sér lengur og ýtti agnarögn með trýninu í karlinn. Hann var búinn að fá sig fullsaddann af endlausum terrorisma Ólafs bónda og brosti því í kampinn og dillaði skottinu þegar hann heyrði smellinn í urðinni fyrir neðan.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband