Leita í fréttum mbl.is

Félagi Steingrímur og Íhaldið.

Það var og ... Steingrímur búinn að útnefna Sjálfstæðisflokkinn sem ,,höfuðandstæðing" sinn. Það hljóta að verða viðbrigði fyrir hann að svissa úr Framsókn yfir í Íhaldið bara rétt si svona eins og að skipta um disk í geislaspilaranum. En mikið óskaplega er þetta kjaftæði flokksformanna um ,,höfuðandstæðing" eitthvað hallærislegt og innantóm. Ef allt væri með felldu, hefði Steingrími aldrei dottið í hug að slá um sig með þessum höfuðandstæðingsfrasa, vegna þess að pólitísk höfuðvígi borgarastéttarinnar, kapítalistanna, er alltaf helsti andstæðingur vinstrihreyfinga, það ætti ekki að þurfa að taka það fram.


mbl.is Steingrímur: Hlutverk VG að vera mótvægi við Sjálfstæðisflokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Þú kemur stöðugt á óvart með greindarlegum athugasemdum.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 31.8.2007 kl. 22:30

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jói, nú er Framsókn orðin svo félagslega sinnuð. "Klofningur" stóð hér fyrir nokkrum klst. Það bólar lítið á honum. Annars hef ég ekki verið að fylgjast með. Búinn að fá 3 laxa, 2 sjóbirtinga og 4 bleikjur í dag með yngsta syninum. Bara helvíti gaman að reyna sig við vatnagoðana.

Þórbergur Torfason, 31.8.2007 kl. 23:38

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já það er rétt hjá þér, dálítið kjánalegt þetta með höfuðandstæðinga.  Fólk á að geta fundið hjá sér að vinna saman að góðum málum, og setja vond mál út á gaddinn.  Alþingismenn ættu að hafa það hugfast, hvað sem foringjar þeirra segia að þeir hafa eiðsvarið að fylgja sinni sannfæringu en ekki flokkslínum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.9.2007 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband