Leita í fréttum mbl.is

Einkavæddir dópsalar og samfélagsleg lyfjaframleiðsla.

Það þykir ekki góð latína hjá fólki þegar það tekur uppá að selja öðru fólki kannabis; hvað þá ef kannabissalar fara í hart hverjir gegn öðrum út af markaðssetningu og markaðshlutdeild. Hinsvegar er það litið mjög jákvæðum augum þegar eiturlyfjaframleiðendur, með stimpluð leyfi frá ríkinu, takast á um einokunaraðstöðu hér og hvar um heiminn. Það er eitthvað hráslagalegt við þegar löggiltir dópsalar sem heita virðulegum nöfnum á borð við King Pharma og Actavis fara í slag út af morfínsölu. Það væri eflaust skynsamlegast að taka hin stóru fyjafyrirtæki úr umferð eins og hverja aðra dópsala á götunni og samfélagsvæða alla lyfjaframleiðslu heimsins.
mbl.is King Pharma vill koma í veg fyrir framleiðslu Actavis á samheitalyfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband