Leita í fréttum mbl.is

Popp/rokkgyðjan Bella Th. fellur af stalli.

Popp/rokkgyðjan Bella Th. stóð á tímamótum. 62. hljómdiskur hennar var staðreynd, útgefinn og kominn í verslanir. Gagnrýnendur luku, samkvæmt venju, gagnrýnislausu lofsorði á hinn nýja disk. ,,Besti diskur Bellu Th. frá upphafi" var viðlag þeirra og meginstef í hvert skipti sem afurðir Bellu Th. í disksformi kom út. En tímamót Bellu Th. fólust að þessu sinni ekki í því að hún hefði enn einusinni gefið út disk sem væri hennar besti á ferlinum. Tímamótin fólust í ritdómi Guðbrands Jóns Herbertssonar í Hádegisblaðinu þar sem hann tætti 62. disk Bellu sundur, sem og hina 61 sem komnir voru á undan. Og Guðbrandur Jón var ekkert að skafa utan af hlutunum og spurði hvernig í dauðanum Bella Th. hefði árum saman komist upp með  að semja sömu 3-4 lögin upp aftur og aftur án þess að nokkur þættist taka eftir því. Ef 5 ára krakki væri látinn husta á alla 62. diskana í belg og biðu, myndi barnið segja meðsannfæringarhreim í röddinni: Akkuru syngur konan alltaf sömu 3-4 lögin aftur og aftur? Þennan ritdóm þoldi ferill Belli Th. alls ekki, því hann færði heim sanninn um að snilld hennar væri ámóta efnismikill og nýju fötin keisarans, þrátt fyrir hljomdiskana 62.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband