Leita í fréttum mbl.is

Íslendingur kaupir demant á milljarð

Það kvu vera gaman að eiga dýra demanta. Þeir sem slíkan grip hafa eignast segja, að ekkert hressingarlyf, að kókaíni og fimm stjörnu koníaki meðtöldu, geri mann jafn alsælan til sálar og líkama. Maður losni bókstaflega undan áþján tíma og rúms í þessari jarðneski leiðinda tilveru. Og engin hætta sé á timburmönnum eða öðrum fráhvörfum af vímunni sem þessháttar demantur færi manni. Ég er viss um, að sá er hreppti demantinn væna á milljarð króna á uppboði Sotheby´s er endanega sáluhólpinn frá eilífð til eilífðar. Reyndar er ekki gefið upp hvaða persóna nældi sér í hinn 84,37 karata hvíta demant. En mjög líklegt er að sá guðssonur sé frjálsborinn íslendingur, sem hafi verið á góðri leið með að yfirbugast af velgengni við rúllettuborð auðhyggjunar, en borgið lífi sínu, sálu sinni og framhaldslífi með því að leggja út milljarð fyrir lítinn stein úr hörðu efni, sem fljótt á litið líkist glerpjátri eða plastglingri. Nú er bara að vona, að við sjáum einhverjum af okkar viðkunnanlegu og ástsælu burgeisum bregða fyrir á förnum vegi með miljarðsdemantinn góða dinglandi í gullkeðju um hálsinn. 
mbl.is Dýr demantur seldur á uppboði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ótrúlegur texti :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband