Leita í fréttum mbl.is

Hr. Ó. H. Stones sækir ekki um - því miður

Það er naumast mannvalið, sem sækir um embætti ríkissaksóknara, og er það vel því að í stóli ríkissaksóknara eiga aldrei að sitja aðrir en sléttpússaðar persónur, lausar við svitalykt og alþýðuskap.  Persónulega vil ég eindregið sjá skrípakallinn Guðjón Ólaf Framsóknarmann fá bittlinginn því hann er tvímælalaust fremstur þeirra sem sækja um. Svo er þarna einn sem gæti gengið af því að henn er með göfugt og fínt ættarnafn. Í hópnum er líka ágætur kvenpéníngur, sem ég þykist vita að yfirstéttarfémínístarnir í VG munu berjast fyrir eins og grenjandi ljón. En þó verður að segjast eins og er, að allra allra-besti kosturinn í hið stórbrotna embætti, sækir ekki um. Út frá sjónarmiðum þjóðarsóma og þjóðaræru, er það mikill skaði og hryggilegur, að stjörnusýslumaðurinn Ólávur Helgi Stones skuli ekki falast eftir að verða eftirmaður hr. Nilsson því hann hefir sannað með glæsilegri framgöngu sinni að hann er rétti maðurinn í jobbið. Þess í stað virðist stjörnusýslumaðurinn ætla að halda áfram að fórna starfsframanum í þágu ódælla árnesinga, sem láta ekki undir höfuð leggjast að vera til vandræða um hverja helgi.    
mbl.is Sex sækja um embætti ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband