Leita í fréttum mbl.is

Grafreitur jarðsunginn

Lengi hefi ég vaðið þá villu í heimsku minni, að það sé bara fólk, já og í einstaka tilfelli sárlega syrgð gæludýr, sem eigi að fá að hvíla í friði í grafreitum sínum. Nú kemur á daginn, og það úr munni sjálfs Börns Bjarnasonar kirkjumálaráðherra, að það eru grafreitirnir sjálfir sem eiga að hvíla í friði. Af orðum kirkjumálaráðherra má skiljast, að hann, ásamt Öszuri vini sínum og öðrum meðreiðarsveinum í Þingvallanefdinni góðkunnu, hafi fyrir margt löngu borið Þjóðargrafreitinn á Þingvöllum til grafar með hefðbundnum yfirsöng klerka og óskum um að hinn burtliðni grafreitur fái um alla framtíð að hvíla í friði. Ef þannig er í pottinn búið er náttúrlega fráleitt raska ró hins látna grafreitar með því að slaka oní hann dánu fólki, hversu geníalt sem innihald þess hefur verið í lifanda lífi, eins og félagi Þórbergur hefði sagt.  
mbl.is Grafreiturinn fái að hvíla í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Smiley ChoirHalelúja!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 20.1.2008 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband