Leita í fréttum mbl.is

Haltur leiðir blindan

Mikið ósköp voru þeir álappalegir Vilhjálmur og Ólafur F. þegar þeir tilkynntu blaðamönnum og alþjóð um vel unnið dagsverk. Þar mátti sjá tvo útbrunna stjórnmálamenn reyna að klóra í vonlausan bakkann með heila hersveit af hnífasettaliði á bakvið sig. Afturámóti spái ég stórtíðindum á vettvangi landsmálastórnmálanna innan skamms. Um það vitna viðtöl við Ögmund Jónasson, Valgerði Sverrisdóttur og Dag B. Eggertsson í sjónvarpinu í kvöld.
mbl.is Ólafur og Vilhjálmur stýra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Félag Ungra Frjálslyndra

Félag ungra frjálslyndra lýsir yfir algerum stuðning við Ólaf F. Magnússon borgarfulltrúa F-Listans og fagnar því að grundvallarmálefni Frjálslynda flokksins séu nú að fá brautargengi í Reykjavík.

Félag ungra frjálslyndra fagnar því sérstaklega að nýi borgarmeirihlutinn ætli sér að viðhalda eign almennings á Orkuveitu Reykjavíkur og orkuauðlindum hennar.

Félag Ungra Frjálslyndra, 21.1.2008 kl. 23:45

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Set sama komment hjá þér og hjá Höllu Rut. En bæti þó örlitu við það.

„Af sérstökum ástæðum get ég illa tjáð mig í þessu máli, þó get ég sagt að maður sem vinnur að öðrum eins óheilindum og Ólafur F. Magnússon á ekki að vera borgarstjóri. Það er gott að koma stefnumálum sínum á dagskrá, en að selja sálu sína. 

Haldið þið að hægt sé að taka svona ákvarðanir án þeirra sem voru með á listanum.  Enginn stjórnmálaflokkur hefði liðið það. 

Þeir sem svíkja, fjölskyldur sínar, nánustu samstarfsmenn, eru veilir menn, og ég vil ekki sjá þannig fólk í forystu flokka.

Annars hef ég ákveðið að láta þessi tíðindi ekki trufla líf mitt, ég hef nógu miklar áhyggjur af gengi handbolta landsliðsins“

Fyrirgefið, afsakið, ég er hálf lasin. segi eins og Stefán Hilmars, þegar hann hitti Palla bítil. „Þetta er of mikið“

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.1.2008 kl. 07:35

3 Smámynd: Fríða Eyland

Snilldar lýsing hjá þér "Þar mátti sjá tvo útbrunna stjórnmálamenn reyna að klóra í vonlausan bakkann með heila hersveit af hnífasettaliði á bakvið sig."

 

Fríða Eyland, 22.1.2008 kl. 21:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband