Leita í fréttum mbl.is

Þjófar og þýfi - lambhúshettur og Armani jakkaföt

Ekki botna ég nokkurn skapaðan hlut í hvað þessi Þór Sigfússon, sem sagður er forstjóri Sjóvá, er fara í meðfylgjandi viðtali á mbl.is. Skilur manngarmurinn ekki, að starfsemi þeirra manna, sem hann á svo undursmekklegan hátt kallar ,,glæpagengi" skapar þjóð vorri dýrmætan gjaldeyri sem er afar nauðsynlegur á tímum kvótaskerðingar og minni útflutning á fiski. Þá segir Þór þessi að hann hafi hjólað í lögreglu, tollgæslu og meira að segja fjármálaráðuneytið og farið fram á að umræddir aðilar leggi höfuðið í bleyti til að finna upp ráð gegn því að ,,þýfi" sé flutt úr landi.

Það sem er hörmulegast í málflutningi mannsins, sem sagður er forstjóri heilmikils tryggingafélags, að hann skuli falla í þá gryfju að að beina orðum sínum að starfstétt sem sérhæfir sig í að taka eitt og annað sér til handargagns þegar eigendur eru víðsfjarri og koma því í verð á erlendum mörkuðum. Hefði ekki verið hyggilegra fyrir ,,forstjórann" að heimta af yfirvöldum landsins að þau beittu sér fyrir, á breiðum grundvelli, að reyna að koma í veg fyrir alla höndlun þýfis í hvaða mynd sem það kann að vera? Það er nefnilega margur þjófurinn og margt þýfið ef út í þann sálm er farið. Því þegar öllu er á botninn hvolft skiptir litlu máli hvort þjófurinn stundar vinnu sína með lambhúshettu á hausnum eða í dýrum jakkafötum frá Armani.  


mbl.is Þjófagengi í útrás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mikið helv.... geturðu stundum verið góður Jóhannes.  Ég er alveg sammála þessu.  Hvenær er maður þjófur og hvenær ekki ?  Það er spurningin.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.1.2008 kl. 11:09

2 identicon

Olíufélagsforstjórar (fyrrverandi og núverandi), tryggingafélagsforstjórar, bankastjórar og flestir stórkaupmenn eru þjófar sem í handjárnin fara (og gálgann ef ég fæ að ráða;) einn góðan veðurdag!

Hans Magnússon (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 17:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband