Leita í fréttum mbl.is

Féll margoft niðrum ís

Þegar ég var ungur sveinn, innan við fermingu, féll ég margoft niðrum ís án þess að finnast það nokkuð tiltökumál. Ég held ég hafi alltaf bjargað mér einn og sjálfur frá þessum hvimleiðu óþægindum og varð aldrei meint af volkinu. Og aldrei kom nein frétt í fjölmiðlum þess efnis, að Jóhannes Ragnarsson hefði dottið í vök, eða horfið smástund af yfirborði jarðar af því að ísinn á vatninu, sem hann átti leið um, hefði verið svo þunnur að hann hefði brotnað undan litlum þunga Jóhannesar. 
mbl.is Tveir menn féllu niður um ís
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Flower

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.2.2008 kl. 19:14

2 Smámynd: Björn Sighvatsson

Það er nú aldeilis hvað þú ert mikil hetja.

Ertu í alvöru að hreykja þér af því hversu heimskulega þú hagaðir þér sem krakki?

Hvað ætlarðu að segja næst? "Krakkar, það er allt í lagi að leika sér á ísilögðum vötnum án þess að vita hvort þau séu traust."

Það er munur á hetjuskap og glæfrahætti.

Björn Sighvatsson, 25.2.2008 kl. 00:33

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Fyrirgefðu Björn minn, en ég er alveg að komast á karlagrobbsaldurinn. 

Jóhannes Ragnarsson, 25.2.2008 kl. 12:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband