Leita í fréttum mbl.is

Morgunbæn

Okrarans höfuð, hrokkið og grátt,

hvimaði´ um syllur og snaga.

Melrakka-augað var flóttaflátt,

flærðin rist í hvern andlitsdrátt

og glottið ein glæpasaga. –

Hann hafði ævinnar löngu leið

leikið sér frjáls að tárum og neyð

og óheftur ginið við gróðans veið,

geymdur helvítis aga.

(Einar Benediktsson) 

Og ég leit til: og sjá: Þér höfðuð syndgað móti Drottni, Guði yðar, þér höfðuð gjört yður steyptan kálf (hér er átt við gullkálf þann er lýðurinn dansaði kringum) og höfðuð þannig skjótt vikið af þeim vegi, sem Drottinn hafði boðið yður (5. Mós. 9.16) En synd yðar, kálfinn, sem þér höfðuð gjört, tók ég og brenndi í eldi og muldi hann vandlega í smátt, uns hann varð að fínu dufti, og duftinu kastaði ég í lækinn, sem rann þar ofan af fjallinu. (5. mós. 9.21) 

Þeir komu til Jerúsalem, og hann gekk í helgidóminn og tók að reka út þá, sem voru að selja þar og kaupa, og hratt um borðum víxlaranna og stólum dúfnasalanna. Og engum leyfði hann að bera neitt um helgidóminn. Og hann kenndi þeim og sagði: ,,Er ekki ritað: ,Hús mitt á að vera bænahús fyrir allar þjóðir?´ En þér hafið gjört það að ræningjabæli.Æðstu prestarnir og fræðimennirnir heyrðu þetta og leituðu fyrir sér, hvernig þeir gætu ráðið hann af dögum. Þeim stóð ótti af honum, því allur lýðurinn hreyfst mjög af kenningu hans. (Mark. 11. 15-19) 

Undirrót allra lasta
ágirndin kölluð er.
Frómleika frá sér kasta
fjárplógsmenn ágjarnir
sem freklega elska féð.
Auði með okri safna,
andlegri blessun hafna
en setja sál í veð.

(16. passísálmur)


mbl.is Obama og Clinton harðorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorkell Sigurjónsson

Mögnuð morgunbæn.  Kveðja.

Þorkell Sigurjónsson, 27.2.2008 kl. 08:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband