Leita í fréttum mbl.is

Skipbrot græðgisvæðingarinnar, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar

Folk-med-haus-i-sandi_1408691242Þessi ársfundur Seðlabankans viðist hafa verið stórmerkileg athöfn og líkst að flestu eða öllu leyti sýningu í leikhúsi sem sérhæfir sig í leikverkum þar sem fáránleikinn situr í öndvegi.

Leiksýning þar sem Davíð Oddsson og Gjeir Haaarde fara með aðalhlutverkin, geðstirðir að vanda, getur ekki orðið annað en hlægilega súrrealísk. Enda fóru kempurnar á kostum. Fullir afneitunnar kenndu þeir öllum öðrum en sjálfum sér um hin efnahagslega skipbrot sem orðið er staðreynd á hinu góðærishrjáða Íslandi. Að mér vitnalega spurðu Davíð og Gjeir aungra spurninga hverjir það hefðu verið sem kveiktu elda græðgisvæðingarinnar og dældu á þá bensíni forheimskunarinnar. Ónei, það voru óprúttin og ónafngreindóþverramenni sem settu fótinn fyrir fagnaðarboðskap hinnar gráðugu frjálshyggju. Það kemur svo sem engum á óvart að Davíð og Gjeir reyni að snúa sig útúr eigin verkum, af þeirri pirruðu ólund sem þeir eru hvað kunnastir fyrir, með því að kenna öðrum um, en stórmannlegt er það ekki.

Það blasir við, að þjóðinni er ekki minna en bráðnauðsynlegt að frelsa landið undan vargfuglstiltektum Sjálfstæðisflokksins; hreinsa útúr bælunum þar sem þessi illvíga óværa hefur hreiðrað um sig í áranna rás. Það er þyngra en tárum taki, að Samfylkinginn, sem átti að verða sameiningarflokkur vinstrisinnaðs fólks, skuli hafa notað fyrsta tækifæri sem gafst til að svíkja allt sem hægt er að svíkja með því að einhenda sér á auðvirðilegan hátt í ginið á Davíð Oddssyni, Gjeir H. Haaarde og Hannesi H. Gissurarsyni. Með fyrirlitlegri framkomu sinni og ráðabruggi, hefur Samfylkingin gert að engu þá uppstokkun sem átti sér stað á svokölluðum ,,vinstrvæng" fyrir nokkrum árum á einkar subbulegan hátt. Og þar sem það liggur fyrir, skýrt og skorinort, að Samfylkingin er alls enginn vinstriflokkur, heldur forpokaður hægirflokkur á frjálshyggjulínunni, ætti að vera auðvelt fyrir raunverulega vinstrisinna, sem stutt hafa Samfylkinguna fram að þessu, að yfirgefa hana fyrir fullt og allt.    


mbl.is Reynt að brjóta fjármálakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband