Leita í fréttum mbl.is

Fiskeldisdrottning í Hallargarði

laxÞað fór aldrei svo, að ekki fyndist Hallargarður (með stóru H-i) á Íslandi. Líklega hefir einhverntíman staðið höll, sem nú er fyrir bí, í þessum garði, sennilega á landnámsöld. Síðustu áratugina hefir á þessum reit heimsins hokrað allmikill timburskáli, reistur af lágþýskum smáaðli, ættuðum úr Slésvík og/eða Holtsetalandi. Nýverið keypti nýríkur unlingur af þessari ætt skálann af því hann veit ekki hvað hann á að gera við öll þau peningaórif sem að honum hafa sótt síðustu árin.

En nú er semsagt risin upp flokkur fólks, sem hefur á stefnuskrá sinni að efna til vinfengis við umræddan Hallargarð. Á myndum af meintum ástaratlotum þessa ljúflega fólks, má meðal annarra, greina Fiskeldisdrottninguna af Straumsvík, sjálfa Álfheiði Ingadóttur, platsósíalista og flokkseiganda. Það er virkilega vel við hæfi, að jafn göfug persóna, af sönnu aðalbornu standi skuli hafa tekið að sér virkan kunningsskap við Garð Hallarinnar.


mbl.is Hollvinasamtök Hallargarðsins stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband