Leita í fréttum mbl.is

Hinn fimmeini Sjálfstæðisflokkur og byltingin

flaggauðvaldiðÞað er svo sem ágætt útaf fyrir sig að fylgi Sjálfstæðisflokksins dragist saman, gallinn er bara sá, að Sjálfstæðisflokkurinn er margskiptur flokkur þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er höfuðból með fjórar hjáleigur í kringum sig sem heitan nú um stundir Samfylking, ,,Vinstrihreyfingin" grænt framboð, Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn. Á guðfræðilegu máli má með sanni segja að Sjálfstæðisflokkurinn sé fimmeinn, á meðan guðdómur kristinna manna er bara þríeinn. Af því má draga þá ályktun, að guðdómur Sjálfstæðisflokksins sé þeim mun æðri og merkilegri himnafeðgum og Heilögum Anda sem fimm er tveimur einingum stærri en þrír.

Um lítilmennin sem búverka á hjáleigum Sjálfstæðisflokksins má eflaust margt segja, en því miður verðskulda þau ekki langa orðræðu; drýldnir karlar og kerlingar verða seint merkilegra umræðuefni en veðurbarðir girðingarstaurar á túnum höfuðbólsins.

Aftur á móti undrar mig mest, að nokkur lifandi maður skuli ljá sjálfstæðisflokkunum fimm stuðning í skoðanakönnunum, hvað þá alþingiskosningum.

Á Íslandi, eins og víðar, þurfum við fyrst og síðast byltingu en eingar refjar. Alþýða landsins þarf og verður að rísa upp og steypa af stóli hinum fimmeina guði Sjálfstæðisflokksins og ganga svo rækilega frá honum, að hann láti aldrei kræla á sér aftur fremur en Glámur eftir að Grettir handfjatlaði hann á sínum tíma


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Mig langar til að benda lesendum á góða grein um fáeina náunga sem hinn fimmeini guðdómur hefur sérstaka velþóknun á: http://nilli.blog.is/blog/nilli/entry/572693/

Jóhannes Ragnarsson, 22.6.2008 kl. 10:29

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

 AMEN á eftir orðinu!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 22.6.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Bylting -- það er orðið.

Vésteinn Valgarðsson, 23.6.2008 kl. 03:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband