Leita í fréttum mbl.is

Hundurinn sem þoldi ekki drukkna menn

úlfurfullur3Jaa-há ... blessuð hvolpstuskan átti þá eiganda eftir allt saman. Ég man eftir hundi sem enginn átti og enginn hafði átt. Þessi munaðarlausi hundur var ávallt mikill mannvinur, nema þegar í hlut áttu drukknir menn eða konur. Einusinni bar hund þenna að garði þar sem fermingarveisla var háð. Mikill ölvun var í veislunni og drukknastur allra var fermingabarnið sjálft, sem lá áfengisdautt bak við hús. Þegar hundurinn varð þess áskynja að fermingarveislan bókstaflega iðaði brennivínsnautn, rann á hann æði, sem leiddi til þess að hann réðist á mannsöfnuðinn sem fyrir var og linnti ekki látum fyrr en hann var búinn að bíta um það bil 30 manns til blóðs, þar á meðal föður fermingarbarnsins, en af honum beit hundurinn bæði nef og eyra. Eftir þetta sást hundurinn aldrei á þeim slóðum sem hann vann frægðarverk sitt, en talið er að hann hafi flutt sig í fjarlægan landsfjórðung þar sem hann ku hafa andast í hárri elli og saddur lífdaga.
mbl.is Eigandi hvolpsins fundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband