Leita í fréttum mbl.is

Skáldskapur spaugara um lérefts- eða plastdruslubjörn

fugl1Eitthvað líst mér illa á þessa ísbjarnarhistoríu af Bjarnarfelli á Skaga. Getur ekki hugsast að þarna sé um samantekin ráð spaugara að ræða, sem vilja gera narr að hrekklausu fólki? Eins og málin standa í dag, eru landsmenn, þá ekki síst fjölmiðlaflónin, afar ginnkeyptir fyrir öllum skröksögum um ísbirni. Ég var svo heppinn, að sjá mynd í sjónvarpsfréttunum í kvöld af meintum hvítabirni; og það var nú hvítabjörn í lagi atarna: Hvítu laki eða plastdruslu hafði verið kastað af hendi úti á víðavangi, það síðan myndað úr fjarlægð og þar með var komið blóðþyrst villidýr norðan af hjara veraldar.

Og nú eru trúgjarnir sakleysingjar með alvæpni, að berjast við leita að þessum stórhættulega lérefts- eða heyrúlluplastbirni upp um fjöll og firnindi - en án árangurs að sjálfsögðu. Ég þykist vita að okkar guðsblessaði og góðgjarni umhverismálaráðherra er öll af vilja gerð til að sjá svo um, að hinum alhvíta léreftsplastbangsa verði ná lifandi og honum komið til sinna raunverulegu heimkynna. En þau heimkynni virðast reyndar ekki svo ýkja langt undan, ef tilgátan um að sagan af Bjarnarfellsísbirninum sé í mesta lagi vel heppnaður skáldskapur uppátektarsamra grínista.

Svo getur náttúrlega verið, að þetta hvíta, sem sést á myndinni, sé raunverulegt kvikindi: álft, sauðkind eða hvít varphæna, sem villst hefur frá heimili sínu og ráfað í einstæðingsskap sínum til fjalls.   


mbl.is Leit að bjarndýri stendur yfir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergþóra Jónsdóttir

Jú, þetta er vissulega líkt laki.  Ætli þetta sé ekki bara vofa í leit að Ketumóra?  Svei mér þá.  Það hlýtur barasta að vera.

Bergþóra Jónsdóttir, 23.6.2008 kl. 22:32

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Ekki koma upp um mig.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 23.6.2008 kl. 22:36

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég frétti á Kaffi Mokka að hér væri sjálfur Snorri, fyrrverandi forsetaframbjóðandi, enn á ferð að gera grín að landsmönnum.  Þetta sagði mér ólyginn listamaður.

Auðun Gíslason, 23.6.2008 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband