Leita í fréttum mbl.is

Við búum í þjófafélagi en ekki þjóðfélagi

cap2Hvað á það að þýða að fárast og hneykslast yfir smá gripdeildum fátækra arðrændra manna sem eru að reyna að hafa í sig og á? Það er engu líkara en að til sé fólk, sem virðist ekki gera sér grein fyrir að við búum í þjófafélagi en ekki þjóðfélagi. Hvað er t.d. kvótakerfið í sjávarútveginum annað en skipulögð glæpastarfsemi? Er ekki sömu sögu að segja um einkavæðingarstarfssemi stjórnvalda? Og hvað er skipulagður ójöfnuður annað en gróf glæpamennska? Það er algjörlega borðliggjandi, að Íslendingum væri mun hollara að líta sér nær áður en þeir gera sig til við að reka upp hneykslunarhryglur útaf meintri hirðusemi fátæklinga sem eiga ekki bót fyrir rassinn á sér. 

En byltingin bíður handan við hornið - ef menn vilja og þora.


mbl.is Þýfi sent í stórum stíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband