Leita í fréttum mbl.is

Erfitt ástand víða um land

cry3Síðustu tvær klukkustundir hafa mér borist fregnir af fjölda Íslendinga, sem eru í óðaönn við að drekkja sorg sinni útaf skipbroti handboltalandsliðsins í morgum. Sumar þessar fréttir eru þess eðlis, að það setur að manni ósvikinn hroll. Maður vestur á fjörðum var t.d. orðinn svo viti sínu fjær af ölvun korteri eftir að leiknum í Kína lauk , að hann fleygði sjónvarpstækinu út um stofugluggan hjá sér og situr nú flötum beinum úti á lóð, á nærbuxunum einum fata, og hreytir ókvæðisorðum í þá sem leið eiga framhjá. Austur í Skaftafellssýslu skilst mér að heimilisfaðir hafi jafnað reikningana við Frakka með því að lúberja konuna sína og norður í landi var mikils metinn borgari handtekinn laust fyrir hádegi fyrir að skeyta skapi sínu á heimiliskettinum. Þá munu margir sóknarprestar vera á þönum vítt og breytt um landið að veita tapsáru fólki áfallahjálp. Síðan strá fréttastofur landsins salti í sárin með því að slá upp viðhafnarviðtölum við menntamálaráðherrann í staðin fyrir að spjalla við forseta Íslands og láta hann tala kjark í þjóðina á þessum erfiðu tímum. 


mbl.is Til hamingju Ísland!
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steini Thorst

Já, þetta er ekki sérlega huggulegt sem þú ert að lýsa. Sem betur fer þó þá held ég að 99% af þjóðinni, amk 99% af þeim sem á annað borð fylgdust með, séu yfir sig ánægðir með lokaniðurstöðuna.

En já, skelfilegt þegar brennivínið gerir menn svona vitstola. Brennivínið, ekki handoltinn.

Steini Thorst, 24.8.2008 kl. 13:30

2 Smámynd: Hjörtur Herbertsson

Mikið held ég nú að þetta sé meiri skáldskapur hjá þér,heldur en sannleikur.Ég held að strákarnir hafi afrekað miklu meira,en nokkrum íslending hafi órað fyrir,þegar þeir fóru á þessa leika.

Hjörtur Herbertsson, 24.8.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband