Leita í fréttum mbl.is

Ritskoðun í boði Sjálfstæðisflokksins

Ætli Gjeir Haaarde hafi nokkra hugmynd um hvort íslenska ríkið verður gjaldþrota eða ekki; maðurinn er einfaldlega ekki það spámannlega vaxinn að hann viti í fleiri heima en þennan frjálhyggjuheim sem hann hefur lifað og hrærst í alla sína ævi.

Það er raunar stókostlegt að ekki sé búið að víkja bæði Gjeir forsætisráðherra og Davíð seðlabankastóra úr embættum, ásamt gjörvöllum Sjálfstæðisflokknum. Það er ljóst að stjórnmálastefna Sjálfstæðisflokksins hefur beðið slíkt afhroð að það er fullkomlega óeðlilegt að fulltrúar þessara endemis samtaka séu að kákla utan brunarústirnar sem hann hefur skilið eftir.

Þá er næsta ógeðfellt að horfa uppá hvernig pótentátar Sjálfstæðisflokksins einoka fjölmiðlana um þessar mundir. Er skollin á massív ritskoðun hér á landi, eða hvað? Ég þarf svo sem ekki að spyrja svona spurningar því ég veit ósköp vel að svarið við henni er vitaskuld, já. Svo heimta þessir auðvaldsvargar, sem kynntu hvað þeir gátu undir frjálshyggjukapítalismanum og hvöttu útrásarófreskjuna lögeggjan til dáða, að þjóðin sýni stillingu og samstöðu. Og biðja svo í þokkbót Guð að blessa Ísland! Þvíkur viðbjóðu. Þvík hræsni.

Ég hvet fólk eindregið til að sýna þessum óþjóðalýð enga samstöðu í einu eða neinu. Samstaða fólksins ætti að vera í því fólgin að steypa auðvaldinu af stóli og þar með Sjálfstæðisflokknum!

 


mbl.is Ekki lengur hætta á þjóðargjaldþroti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórbergur Torfason

Sammála þér Jói. Megum samt ekki gleyma hækjunum sem fengu helminginn en sverja nú allt af sér á enn hærri tónum en bæði Davíð og Geir til samans.

Þórbergur Torfason, 8.10.2008 kl. 22:26

2 Smámynd: Þórbergur Torfason

Hvernig er það annars Jói. Er síldin ekkert að gefa sig til í Breiðafirðinum?

Þórbergur Torfason, 8.10.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Vésteinn Valgarðsson

Ef þetta dugir ekki til að kenna fólki lexíuna um auðvaldið, þá veit ég ekki hvað dugir.

Vésteinn Valgarðsson, 9.10.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband