Leita í fréttum mbl.is

Tími Ingibjargar er liðinn líkt og frjálshyggjunnar

Það var heldur ekki við því að búast, að hinn hægrisinnaði formaður Samfylkingarinnar kæmi til með að sjá einhver óaðgengileg skilyrði Alþjóða gjaldeyrissjóðsins í ,,samningaviðræðum" sjóðsins við íslendinga.

Tími Ingibjargar Sólrúnar er liðinn í stjórnmálum, og er þannig líkt á komið með henni og frjálshyggjunni. Enda hafa samfylkingarforinginn og frjálshyggjan daðrað hvort við annað af mikilli vinsemd.


mbl.is Engin óaðgengileg skilyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það skiptir engu máli, Slembi minn, hvort ég hef séð skilyrði sjóðsins, eða ekki - það var ekki við því að búast að frú Ingibjörg kæmi auga á eitthvað óaðgengilegt í því plaggi.

Það breytir heldur engu um, að tími Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og frjálshyggjunnar er liðinn. Því fær enginn raskað.

Jóhannes Ragnarsson, 21.10.2008 kl. 13:15

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Jóhannes.  Hvað sérðu í stöðunni fyrir okkur? eigum við að flytja til Rússlands?

Þórdís Bára Hannesdóttir, 21.10.2008 kl. 14:14

3 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Djöfulsins vitleysa er þetta í þér Jóhannes minn.  Hún nafna mín er rétt að byrja og ég segi þér það satt að mínu hyggjuviti er hún ein af þeim sem helst getur bjargað því sem bjargað verðu.  Og hana nú!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 21.10.2008 kl. 15:13

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hef nú hugsað mér, Þórdís Bára, að sitja sem fastast á mínum rassi í Ólafsvík, a.m.k. enn um sinn. Hinsvegar er ég þeirrar skoðunnar, að við eigum að koma okkur upp góðum sósíalisma hér á Íslandi.

Heyrðu nú Ingibjörg, þú ert örugglega að tala um einhverja aðra Ingibjörgu en ég. Ingibjörgin sem ég á við er búin að vafsast í pólitík í bráðum 30 ár og er um þessar mundir svo illa gengin upp að knjám að við blasir að hún kemst ekki lengra. Þær verða góðir herbergisfélagar á Dvalarheimili aldraðra sjómanna uppúr áramótunum, Ingibjörg og Framsóknarmaddaman. Og ekki kæmi mér á óvart þó margfrægur Davíð í seðlunum og Össur okkar fái inni í næsta herbergi við fyrrnefndar heiðurskonur um svipað leyti.

Jóhannes Ragnarsson, 21.10.2008 kl. 15:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband