Leita í fréttum mbl.is

Ráðherranefna býsnast yfir bankastjóralaunum

Jóhanna Sigurðardóttir er þeim ósköpum gædd, að getað röflað um og gagnrýnt hluti sem hún ber að sönnu ábyrgð á. Jóhanna ber t.d. sinn hluta ábyrgðar á því að hleypa Davíð Oddssyni að á sínum tíma og opna þar með fyrir allar flóðgáttir frjálshyggjunnar, sem nú hefur dregið þjóðina í svaðið og gert hana fullkomlega ærulausa á erlendum vattvangi. Og hvernig er það, ber ráðherrann Jóhanna Sigurðardóttir enga ábyrgð á sinnuleysi og sofandahætti núverandi ríkisstjórnar, ríkisstjórnar sem rankaði ekki við sér fyrr enn allt var komið botnlaust óefni?

Og hvað er þessi sérkennilega ráðherranefna, að býsnast yfir launum bankastjóra? Ég veit ekki betur en bankarnir séu undir forræði ríkisstjórnar Íslands og ráðherrunum sé í lófa lagið að borga bankastjórunum þau laun sem þeim þóknast. Eða er Jóhanna að gefa í skyn að hún hafi verið borin ráðum innan ríkisstjórnarinnar þegar bankastjóralaunin voru ákveðin? Hverskonar endemis lýðskrum er þetta?

Svo leyfa menn sér að tala um ,,heilaga Jóhönnu," í fullri alvöru, þegar þessi skrítni stjórnmálamaður á í hlut! 


mbl.is Bankastjórarnir með of há laun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu ekkert hressari í dag?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 13:51

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Óhressari í dag, ef eitthvað er, Gísli minn. Eða öllu heldur reiðari.

Jóhannes Ragnarsson, 23.10.2008 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband