Leita í fréttum mbl.is

Á bak við hænsnahóp Framsóknar rorrar andi Halldórs Ásgrímssonar

Það er ekki laust við að maður sjái glitta í sveitt og rauðþrútið frjálshyggjusmettið á Halldóri nokkrum Ásgrímssyni á bak við ESB og evruályktun kjördæmisþings Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Og eflaust leiðist helstu strengjabrúðu Halldórs ekki að ganga erinda hans þarna í norðaustrinu. Allt undir forskriftinni: Selja land - grafa bein. Alveg eins og hjá Samfylkingunni.

Svo leyfir þessi óskammfeilni hænsnahópur sér að hnýta við landssöluhugmyndir sínar, ,,að sú hugmyndafræði sem Framsóknarflokkurinn hafi ávallt byggt á, um öflugt velferðarkerfi á grundvelli þróttmikils atvinnulífs verði höfð að leiðarljósi." Ja, heyra á endemi! Heldur hænsnahópurinn að fólk geri sér ekki grein fyrir, að þau 12 ár sem Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn á árunum 1995-2007, stundaði hann harðskeytta frjálshyggjupólitík á kostnað velferðarkerfisins?; stóð blóðugur uppað öxlum við að kynda undir hamslausri græðgisvæðingu á einkar ósvífinn hátt, samhliða því að grafa jöfum höndum undan velferðarkerfi og félagslegum viðhörfum?

Sem betur fer eru kjósendur að átta sig æ betur á hverskonar fyrirbæri Framsóknarflokkurinn er. Þannig að allt útlit er fyrir að þessi óþurftarsamtök hverfi á vit feðra sinna við næstu alþingiskosningar. 


mbl.is Vilja ESB-viðræður strax ásamt upptöku evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Líklega er þetta nokkuð rétt athugað.

Fyrirtækið Framsóknarflokkurinn fékk það sem hann ætlaði út úr samstarfinu við sjallana. Nú eru þeir horfnir af vettvangi sem börðust um gjafir þjóðarinnar. Eftir situr svo hið óskiljanlega pólitíska fyrirbæri sem býður sig fram til forystu í hreingerningunni eftir sjálfan sig.

Árni Gunnarsson, 26.10.2008 kl. 22:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband