Leita í fréttum mbl.is

Það verður glott að okkar manni með betlistafinn

Það held ég forsætisráðherrar Norðurlandanna glotti og flissi að strafsbróður þeirra frá Íslandi á fundinum á morgun. Það ætti svosem ekki að að koma á óvart þó herra Haaarde verði spurður að því á þessum fundi, hvernig í ósköpunum standi á því að hann sé ekki búinn að segja af sér - hvort hann sé að bíða eftir að verða hrakinn frá völdum, steypt af stóli, jafnvel afhrópaður með byltingu.

Ójá, það verður, ef að líkum lætur, lágt risið á okkar manni á morgun, með betlistafinn í hönd, frammi fyrir forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna. 

En vonandi verður ekki langt að bíða þess að gjörvöll ríkisstjórnin verði hýdd, ásamt öllum hennar frjálshyggjubesefum og útrásarjötnum, langs og þvers, svo sem hún á skilið, með betlistafnum sem Gjeir Haaarde mun hökta við í fyrramálið þegar hann heldur til fundar við kollega sína.  


mbl.is Ráðherrar funda um Ísland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband