Leita í fréttum mbl.is

Aldrei á sinni lífsfæddri ævi séð annað eins

Þeir hlógu víst ekki lítið forsætisráðherrar hinna Norðurlandanna að Gjeir okkar hérna Haaarde í dag. Um það ber öllum vitnum saman. Ennfremur segja vitnin, að engu hafi verið líkara en forsætisráðherrarnir hafi aldrei á sinni lífsfæddri ævi séð annað eins finngálkn og umræddan Gjeir.

Og kátína starfsbræðra Gjeirs er ofur skiljanleg: Það er ekki á hverjum degi að maður, sem ætti að vera búinn að segja af sér sökum afglapa, kemur sprangandi inn á fundi erlendra ráðamanna með betlistaf í hönd og reynir að grenja sig alhvítan, saklausan ... og heilagan ... og biðja um lán!

Er ekki rétt að fólkið í landinu taki í taumana og hjálpi Gjeir karlanganum, og hans slekti, að hætta þesum loddaraleik?  


mbl.is Ánægður en málinu ekki lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband