Leita í fréttum mbl.is

Hvort viljum við þjóðfélag eða þjófafélag?

Hvernig ætli standi á því að hinir gifturíku þorparar sem véluðu um með fjármuni Giftar hafi ekki verið hnepptir í gæsluvarðhald? Hins sama má spyrja viðvíkjandi útrásarskoffínin og bankaséffana. Þetta ólánslið gengur laust eins og ekkert sé sjálfsagðara.

Svarið liggur náttúrlega í því að við búum í þjófafélagi sem fengið hefur að þrífast og fara sínu fram í skjóli valdhafa. Það er skemmtilegt fyrir þann fróma stjórnmálaflokk, Samfylkinguna, sem stofnuð var til höfuðs Sjálfstæðisflokknum og spillingunni kringum hann, að hljóta þau örlög að deyja svo að segja inní þennann sama Sjálfstæðisflokk, gerast hans hjálparhella í að viðhalda þjófafélaginu við völd, ásamt öllu sem því fylgir, þvert ofaní vilja meirihluta þjóðarinnar. Af vinnubrögðum og framgangsmáta Samfylkingarinnar síðustu 20 mánuði er aðeins hægt að draga einn lærdóm: Að stofnun Samfylkingarinnar voru ein stór alsherjarmistök. 


mbl.is Vilja opinbera rannsókn á fjárþurrð Giftar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband