Leita í fréttum mbl.is

Nærbuxur og sokkar

Klukkan hálf sex um morguninn hafði Kolbeini loks tekist að sólunda öllu lausafé heimilisins í botnlaust svall. Þegar vertinn á kránni varð þess áskynja að veski og vasar Kolbeins væru orðnir galtómir, tók hann vingjarnlega í öxlina á Kolbeini og mismunaði honum af festu út um dyrnar og útá götu.

Nú voru góð ráð dýr. Og Kolbeinn skjögraði heimleiðis á skóm sínum jakkafötum og hvítri skyrtu einum fata, því nærbuxum og sokkum hafði glatað fyrr um nóttina.

Þegar Kolbeinn fann loks heimili sitt voru báðar útidyrnar læstar og enginn kom til að ljúka þeim upp, hvernig sem hann barði og sparkaði. Auk þess voru allir gluggar hespaðir aftur svo engin leið var að komast innum nokkurn þeirra, nema brjóta þá með sleggju.

Þegar hér var komið sögu, átti Kolbeinn einskis úrkostar annað en að ráfa útá malbikað strætið. Þar biðu hans götubörn, sem sendu honum tóninn með hávaða og æsilegum tiltektum, en fullorðna fólkið sigaði á hann hundum sem bitu hann í kálfana og sýndu sig í að míga utaní buxnaskálmar hans.

Um kvöldið strauk Kolbeinn af landi brott með útlendum ævintýramönnum, sem staddir voru í Reykjavíkurhöfn á skútu sinni.

Það var ekki fyrr en Íslands fjöll hurfu endanlega ofaní hafið útvið sjóndeildarhring, að Kolbeinn uppgötvaði að hann var bæði sokka- og nærbuxnalaus. En honum var fjandans sama, því bölvað landið með fjöllum sínum og skríl var blessunarlega horfið sjónum, en hann sjálfur kominn með sjósótt og farinn að kasta upp út yfir borðstokk skútunnar.


mbl.is Allt opið í gjaldeyrismálum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Klaufalegt þetta með næríurnar !

Níels A. Ársælsson., 29.11.2008 kl. 22:06

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Það er svo sem við því að búast en að Kolbeinn vinur okkar sjái ekki við öllum smáatriðum í góðærinu miðju, auk þess er honum eflaust fullkunnugt um tilgangsleysi þess að klæða sig í nærbuxur ,,því það er bara til þess að fara úr þeim aftur" eins og spámaðurinn mikli sagði fyrir rúmum þrem áratugum.

Jóhannes Ragnarsson, 29.11.2008 kl. 22:18

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

:)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 30.11.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband