Leita í fréttum mbl.is

Illvígur krankleiki í peningarottustofninum

Rottur eru ógeðsleg kvikindi, ekki síst peningarotturnar sem gengið hafa ljósum logum undanfarin ár. Við íslendingar vorum svo óheppnir að hér kviknaði upp svæsinn peningarottufaraldur sem smitaði þjóðina af alskyns illvígum sjúkdómum, andlegum og líkamlegum. Sem betur fer kom upp svo hastarlegur krankleiki í peningarottustofninum sjálfum að allt útlit er fyrir að hann deyji út á blessunarlega skömmum tíma. Rottuholurnar Glitnir, Kaupþing og Landsbanki lögðust til dæmis saman fyrir nokkrum vikum og fjöldinn allur af öðrum rottuholum eru í uppnámi. Sumar rotturnar eru flúnar af hómi, aðrar dauðar og enn aðrar vafra helsjúkra um á öskuhaugum fjrálshyggjunnar. Allt horfir þetta í rétta átt og standa vonir til að búið verði að kveða nagdýrapláguna niður að mestu leyti með vorinu.
mbl.is Telja rottur geta valdið hjartasjúkdómum hjá fólki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband