Leita í fréttum mbl.is

Bláfátækur tukthúsmaður fórnarlamb armanikrimma

Það ætti engan að undra þó bláfátækur tugthúsmaður reyni að auðgast örlítið með smávægilegu svindli, fyrst landar hans, á Armani-jakkafötum og með hvítt um hálsin fá, hafa fengið að vaða þvers og kruss, innan lands og utan, svindlandi, rænandi og ruplandi af þvílíkum fítónsanda að fá dæmi eru um annað eins á byggðu bóli. Eftir höfðinu dansa limirnir, og ljóst er að refsifanginn hefur verið undir sterkum áhrifum frá armanikrimmunum þegar hann ákvað að tilkynna andlát kunningja síns.

Það fer ekki á milli mála að hugmynd fangans var góð, og dánartilkynningin hvort tveggja í senn, sorgleg og skemmtileg. Hinsvegar hefði fanginn í upphafi betur mátt endirinn skoða. Því fór sem fór.

Ekki veit ég hvernig á því stóð að andlátssvindlið komst upp, en mikið mega þeir hafa á samviskunni sem komu upp um málið; þeir ættu að skammast sín fyrir illa unnið verk. Það hefði t.d. verið gaman að vita hve mikilir peningar hefðu safnast inn á minngarreikninginn, að maður minnist ekki á allrar minningargreinarnar sem birst hefðu í Morgunblaðinu um hinn framliðna. Það hefði eflaust orðið frábær lesning og upplífgandi.   


mbl.is Auglýsti andlát samfanga síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband