Leita í fréttum mbl.is

Góðar fréttir fyrir fémínísta

Grýla 2Um þessi jól munu fémínístar, einkum efri-millistéttar- og yfirstéttarfémínístar, kætast svo um munar því ákveðið hefur verið að senda jafnmarga kvenjólasveina og karljólasveina til byggða að þessu sinni. Fyrsti konujólasveinninn, Tíkarláfa, er væntanleg til Reykjavíkur aðfaranótt 11. desember ásamt naglanum Stekkjastaur og jólakettinum, sem líka er kvenkyns. 

Þá ku Grýla gamla halda fyrirlestur um kyjafræði við Háskóla Íslands milli jóla og nýárs og ber erindi hennar yfirskriftina, ,,Gagnkynhneigð og samkynhneigð meðal jólasveina af báðum kynjum."

Á þolláksmessukvöld er fyrirhugað að jólasveinninn Fýlufemma, sem er kvenkyns, stigi á stokk á Austurvelli og syngi ríkisstjórninni og dómkirkuprestinum Frjálshyggju-Hjálmari lofgjörð og biðji því fólki öllu blessunar. 

 


mbl.is Jólasveinar valda deilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þú ert eflaust að reyna að vera fyndinn...... en ég sé bara lítinn hræddan kall

Heiða B. Heiðars, 10.12.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Björgvin R. Leifsson

Sæl Heiða. Þú gerir þér vonandi grein fyrir að kvennabarátta er stéttabarátta? Ekki finnur t.d. konan mín hjá sér samsömun við yfirstéttarkonur.

Björgvin R. Leifsson, 11.12.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Já, Heiða litla, ég hef alltaf verið afar hræddur við Grýlu gömlu og jólasveinana, sérstaklega yfirstéttarjólasveina.

Ég vona bara, Heiða mín B. Heiðars, að þú sért ekki af ætt yfirstéttarjólasveina með fémínístaþráhyggju. Það eru fáar konur, ef nokkur, sem ég þekki, fylgjandi slíku slekti.

Jóhannes Ragnarsson, 11.12.2008 kl. 09:16

4 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Af hverju lætur litla frekjudósin hún Heiða svona ?

Voðalega er hún pirruð stelpu skjátan !

Níels A. Ársælsson., 11.12.2008 kl. 19:45

5 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég held, Nilli, að telpugeyið þoli ekki tilhugsunina um jólasveina af kvenkyni, þessháttar er ekki boðlegt borgaralegum fémínístum.

Jóhannes Ragnarsson, 11.12.2008 kl. 20:45

6 Smámynd: Reynir Andri

Þýðir feminístar lesbíur? Spyr sá sem ekki veit.

Reynir Andri, 12.12.2008 kl. 00:45

7 Smámynd: Þórbergur Torfason

Jói kvenkyns kettir eru kallaðar læður í Suðursveit. Þaðan er þó ekki dregið aðgerðin að "læðupokast".

Þórbergur Torfason, 12.12.2008 kl. 12:30

8 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jújú, Þórbergur, hér vestra eru kvenkettir ævinlega kallaðar læður. Þó hef ég stöku sinnum heyrt fólk nota orðið ,,bleyða" yfir fyrirbærið.

Hinsvegar finnst mér alveg ótækt að kalla jólaköttinn læðu eða bleyðu þó hann sér kvenkyns. Slík misbýður, af skiljanlegum ástæðum, málkennd allra sæmilegra manna.

Jóhannes Ragnarsson, 12.12.2008 kl. 14:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband