Leita í fréttum mbl.is

Geðug fegrunarnefnd atarna

Geðug fegrunarnefnd atarna, verkuð og soðin í kokkhúsinu í Valhöll. Það held ég verði ljóta hundbelgjarglásin sem hún skilar af sér um bankahrunið, það er að segja ef hún skilar nokkurntímann nokkru af sér. Ég er fjandi hræddur um að þarna sé á ferðinni fyrirbæri af sömu tegund og Fjármálaetirlitið og Fiskistofa, semsé: Sígild hvítflibbaþvottastöð.

Hvernig í ósköpunum stendur á að almenningur á ekki einn einasta fulltrúa í þessari nefnd? Jú, nefndinni er ekki ætlað að upplýsa almenning um neitt sem við kemur bankatrallinu mikla. Almenningur á bara að halda kjafti og borga skemmtunarkostnaðinn.


mbl.is Rannsóknarnefndin fullskipuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Það gengur nú ekki ef allir lykilmenn samfélagsins lendi á Litla Hrauni, svo það verður að sjá til þess að þessir lykilmenn atvinnulífisins (lesist Sjálfstæðisflokksins) geti áfram sinnt sínum mikilvægu störfum.

Kristinn Sigurjónsson, 30.12.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband