Leita í fréttum mbl.is

Líka kemur sú fordild fram

frikki,,Iðrun var ekki til á Snæfellsnesi, heldur stælur og þjark. Þó skal ekki dul á það dregin, að þetta fólk stundaði altarisgöngur." Svo mælir séra Árni Þórarinsson í ævisögu sinni um sóknarbörn sín. Miðað við viðtal við herra Gjeir Haaarde, sem mbl.is vitnar til, hefði nefndur Gjeir fallið eins og flís við rass inní söfnuð séra Árna.

Iðrun er ekki til á ríkisstjórnarheimilinu, heldur útúrsnúningar og óskammfeilni. Iðrun er heldur ekki til innan flokksforustu Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar, aðeins spilling og samtrygging. Þó skal ekki dul á það dregin, að þetta fólk stundaði tíðar altarisgöngur í musteri Mammons og hafði yfir helgislepjulegar setningar um frjálsan markað, frjálst flæði fjármagns, hagvöxt og góðæri.

Og ekki er fyrir að synja að séra Hallgrímur sálugi í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd hafi verið forspár maður og séð fram í tímann enda var hann kraftaskáld. Það er t.d. ekki annað að sjá en hann hafi haft ríkisstjórnir síðustu 17 ára í huga þegar hann orti:

Ábatavon og vinahót

verkin dylja, þó séu ljót.

Líka kemur sú fordild fram,

sem forsvarað getur Barabam.


mbl.is Geir: Árið verður mjög erfitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband