Leita í fréttum mbl.is

Ég dauðöfunda Steingrím J. og Jóhönnu

útÁ sama hátt og séra Baldri í Vatnsfirði þótti skemmtilegast af öllum embættisverkum að jarða framsóknarmenn, þá mun Steingrími J. og Jóhönnu Sig. þykja mest spennandi og gefandi að fleygja frjálshyggjukónginum Davíð Oddssyni eins og grálúsugum hundi útúr Seðlabankanum. 

Satt að segja dauðöfunda ég þau skötuhjúin af þeim forréttindum að fá að sparka höfuðmeinvættinum öfugum á dyr. Vonandi að þau sparki bara nóg fast.


mbl.is Einn Seðlabankastjóri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Breytingar á Seðlabankanum hafði Geir Haarde boðið Ingibjörgu upp á í desemberbyrjun og átti að samþykkja frumvarp um það í febrúar. Það hafa verið erlendir sérfræðingar ásamt innlendum að tak út starfsemi Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins til að gera ríkisstjórninni tillögur um hvernig best væri að haga þessum málaflokkum til framtíðar. Þessu boði Geirs fylgdu breytingar á yfirstjórn bankans. Þessu var slegið á frest að ósk Ingibjargar vegna veikinda hennar.

Rannsókn er enn í fullum gangi við að velta við öllum steinum, meðal annars eru erlendir réttarendurskoðendur (forensic accountants) sem eru að yfirfara með Fjármálaeftirlitinu gögn úr bönkunum. Sömuleiðis er nýlega stofnuð rannsóknarnefnd Alþingis að safna gögnum og að undirbúa yfirheyrslur . þeirri nefnd st´jórnar Hæstaréttardómari. Þangað berast gögn í stríðum straumi frá mörgum "litlum símamönnum" sem betur fer.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 1.2.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband