Leita í fréttum mbl.is

Já, fólki er ofboðið, Kjartan Gunnarsson

herra2Með tárin í augunum segir Kjartan Gunnarsson, sem um árabil bar titilinn framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins: ,,Öllu sómakæru fólki hlýtur að ofbjóða."

Og rétt er það hjá Kjartani, að sómakæru fólki er ofboðið. Sómakært fólk er búið að fá yfir sig nóg af gjörspilltum labbakútum Sjálfstæðisflokksins, þess vegna fór það út á göturnar og krafðist þess að spillingarliðið yrði aftengt, völdin tekin af því og það fjarlægt. Sómakært fólk er nefnilega að átta sig æ betur á hverskonar samtök Sjálfstæðisflokkurinn er og hve hættulegt það er fyrir þjóðfélagið að slík mafía fái að leika lausum hala.

Með réttu ætti að leysa Sjálfstæðisflokkinn upp, með lögum frá Alþingi, og banna starfsemi hans. Slíkt hefur verið gert með öðrum þjóðum við sambærileg þjóðhættuleg og gjörspillt samtök.


mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elfur Logadóttir

Ég get svarið það. Ég er rétt nýbúin að gera athugasemdir við orðfæri hægrimanna sem líkja aðgerðum ríkisstjórnarinnar við aðgerðir Stalíns, Hitlers og annarra sambærilegra þegar ég sé þetta.

Við verðum að stilla okkur í orðræðunni. Sjálfstæðisflokkurinn er ekki þjóðhættulegur í þeim skilningi sem þú setur þarna fram. Ég er hugmyndafræðilega ósammála og finnst einstakir aðilar innan flokksins (kannski aðeins fleiri en einstakir) virka gjörspilltir, en að sjálfsögðu á ekki að banna starfsemi hans fremur en annarra stjórnmálaflokka. Enga vitleysu.

Elfur Logadóttir, 6.2.2009 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband