Leita í fréttum mbl.is

Og starfsfólkið klappaði fyrir þeim í háðungarskyni

jóli1Þegar það rann loks upp fyrir Davíð og Eiríki í morgun að þeir væru bæði óalandi og óferjandi innan veggja Seðlabankans hóuðu þeir starfsfólki bankans saman eins og kjúklingum og sögðu því, með tárin í augunum og klökkva í málrómnum, að þeir væru búnir að vera og ekkert annað að gera en að kveðja og skríða síðan ofan í öskutunnuna afturábak með lafandi tungu. Og starfsfólk Seðlabankans lét ekki sitt eftir liggja og klappaði fyrir hinum lúserandi félögum í háðungarskyni.
mbl.is Seðlabankastjórar kvöddu starfsfólk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Stafsetningin er óaðfinnanleg hjá þér, Jóhannes.

Flosi Kristjánsson, 26.2.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Hlédís

Menn klappa saman lófum af minna tilefni, Jóhannes!

Hlédís, 26.2.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Sverrir Einarsson

Á nú að fara að snúa texta meistara Megasar upp á Seðlabankastjórana....."heiðraði forstjóri, skríddu ofan í öskutunnuna afturábak með lafandi tungu".

Var starfsfólkið ekki að klappa fyrir þeirra starfi í bankanum ekki starfslokum, svo er alsiða að klappa þegar ræðu lýkur (nema á Alþingi).

Stalín er ekki hér..........eða er það?

Sverrir Einarsson, 26.2.2009 kl. 13:40

4 Smámynd: Ómar B.

Þessi skrif eru óttalega kjánaleg það er að gera starfsfólki Seðlabankans uppi hugsanir og skoðanir er ömurleg lákúra, furðulegt að hugsandi og heiðvirt  fólk skuli taka undir svona nokkuð. 

Ómar B., 26.2.2009 kl. 13:40

5 Smámynd: Hlédís

það er alsiða að klappa að lokinni tölu. Hvað hver og einn hugsar er annað mál.

Hlédís, 26.2.2009 kl. 14:34

6 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Veit ekki með Stalín, Sverrir, en andi Karls Marx svífur yfir vötnunum og rauðir fánar blakta við hún.

Ég botna ekkert í því, Ómar B., að þú skulir ekki geta tekið undir með hugsandi og heiðvirðu fólki. Það bendir til að sálarþroski yðar sé vel undir slöku meðallagi; ekki til að hrópa húrra fyrir, eins og sagt er á alþýðumáli.

Jóhannes Ragnarsson, 26.2.2009 kl. 14:41

7 Smámynd: hilmar  jónsson

Ég veit ekki með ykkur, en ég er búinn að klappa og reikna með að opna kampavínsflösku í kvöld í tilefni dagsins.

hilmar jónsson, 26.2.2009 kl. 14:46

8 Smámynd: Ómar B.

Alltaf gaman að lesa skrif þín Hlédís og athugsemd þín hér fyrir ofan er hárrétt finnst mér!   Þó svo að ég sé nú samt ekki alltaf sammála þér en það er auðvitað það skemmtilega við þann miðil sem bloggið er þ.e. heilbrigð skoðanaskipti. 

En sé hinsvegar að það voru mistök hjá mér að reyna að taka þátt í skoðanaskiptum við Jóhannes, það mun ekki gerast aftur.

Ómar B., 26.2.2009 kl. 14:48

9 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er naumast menn eru viðkvæmir.  Ómar ég býð þér á síðuna mína, ég er enn að klappa.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 26.2.2009 kl. 16:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband