Leita í fréttum mbl.is

Öll vissu þau um styrkina - að sjálfsögðu

exd-ghrein-tverks_926085711.gifBjarni litli Ben ,,telur" að báðir fyrrverandi framkvæmdastjórar Sjálfstæðisflokksins hafi vitað af risastyrkjunum frá FL Grúppinu og Landsbanka Björgólfana. Það er akkúrat það já.

Þess utan er jafn öruggt og nótt fylgir degi, að þingmenn og ráðherrar Sjálfstæðisflokksins vissu allir sem einn að þessum höfinglegu styrkjum. Að halda öðru fram er eins og hver önnur fáránleg og illa ort öfugmælavísa. En hér sannast hið fornkveðna: að ekkert er glæpur nema það sem upp kemst. Á meðan allt lék í lyndi og almenningur hafði ekki hugmynd um rausnarskap um FL-inganna og Björgólfana við fjárhirslur Sjálfstæðisflokksins, flökraði ekki að Bjarna Ben, Thorgerði Katrínu, Stjána Júl og Gvöðlaugi Þór, að nokkuð væri athugavert við að láta peninga úr fórum útrásarfanta og fjárglæframanna standa undir kaupum á eldsneyti til að keyra áróðursmaskínu Sjálfstæðisflokksins áfram af fullum krafti með tilheyrandi mengun af lygum, óhróðri, óréttlæti, yfirgangi og undirferli.

Ég geri mér vonir um að loks sé farinn að læðast inn grunur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokksins fyrr og síðar hvers eðlis Sjálfstæðisflokkurinn þeirra er og hefur ætíð verið. Ef svo er, þarf ekki að spyrja að leikslokum í komandi kosningum.Kjósendur munu ganga hreint til verks gegn Sjálfstæðisflokknum á kjördag.


mbl.is Segir báða framkvæmdastjóra hafa vitað af styrkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Það er spurning hvort þeir hafa meira á milli eyrnanna en handanna.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.4.2009 kl. 21:37

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Þá hefur títtnefndur Ránfugl eitt fram yfir annað fiðurfé, en það er að bera hægðir í hreiður sitt. Það þarf því engann að undra að ungarnir lykti illa, ekki síst þegar þeir bera sig til við að blaka vængjunum.

Jóhannes Ragnarsson, 12.4.2009 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband