Leita í fréttum mbl.is

Þegar Snati ýtti húsbónda sínum fyrir björg

dog5_870748.jpgEkki veit ég. lesendur góðir, hvort þið munið eftir honum Ólafi sáluga Sigvaldasyni. Ólafur Sigvaldason var álitinn mikill náttúruunnandi og dýravinur. Iðulega sást þessi nafntogaði umhverfisdýrkandi á vappi útum allar þorpagrundir í leit að einhverju skemmtilegu sem Móðir Náttúra hafði uppá að bjóða og ævinlega var hundurinn Snati með honum í för, lúpulegur og með skottið á milli lappana. Einusinni sem oftar varð Ólafi gengið uppá Tröllkonuhamar, en þar er mikið og hátt þverhnípi og eggjagrjótsurð undir. Þegar upp var komið, sté Ólafur fram á blábrún hamarsins, eins og hann var vanur, til að njóta hins stórbrotna útsýnis. Snati stóð að baki húsbónda sínum, lítillátur að vanda með sorg í augum. En allt í einu stóðst Snati ekki freistinguna lengur, steig fram og ýtti með trýninu þéttingsfast í afturendann á Ólafi með þeim afleiðingum að Ólafur steyptist fram af brúninni og hafnaði í grjóturðinni fyrir neðan.

Það er samdóma álit allra sem til þekktu, að með framferði sínu hafi Snati viljað þakka Ólafi húsbónda sínum þá illu meðferð sem hann hafði mátt sæta af hálfu Ólafs, því satt að segja hafði hinn annálaði náttúruunnandi og dýravinur beitt Snata linnulausum terror, andlegum og líkamlegum, frá þeirri stundu að hann varð eign Ólafs. 

Eftir að Ólafur féll frá komst Snati í eigu Geirlaugar Pálsdóttur sem veitti honum uppreisn æru og undir hennar ástúðlega verndarvæng andaðist Snati í hárri elli, saddur lífdaga. 


mbl.is Handtekinn fyrir illa meðferð á hundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband