Leita í fréttum mbl.is

Farið í lessutog - múgæsing og mannfyrirlitning í Viðey

less.jpgMikið er þau nú frumleg þessi víðáttufól sem standa að svokallaðri ,,Viðeyjarhátíð." Ekki er látið við það una að fá fólki það verkefni að dunda sér við að búa til flugdreka, heldur er lýðurinn æstur uppí að fara í lessutog, sem heitir víst ,,lazertag" á frummálinu. Hefði nú ekki verið nær fyrir aðstandendur hátíðarinnar að bjóða gestum uppá að reyna sig í dvergakasti eða blábjánahoppi en að láta þá fara að togast á um lessur? Þvílíka andskotans mannfyrirlitningu hefi ég ekki heyrt um lengi. Því legg ég til að hátíðarhaldararnir í Viðey verði handteknir tafarlaust og hin árlega ,,Viðeyjarhátíð" verði bönnuð með lögum frá Alþingi íslendinga.
mbl.is Viðeyjarhátíðin í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

He, he, he, góður. Að gamni slepptu þá er ég búinn að fá nóg af þessum eilífu "hátíðum"

Finnur Bárðarson, 28.6.2009 kl. 17:17

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Jújú, það verður bráðum haldin Ólafsvíkurvaka í Ólafsvík. En sem betur fer verður það mun skárri samkoma en þessi ósköp sem fram fóru í Viðey í dag.

Verst að ég var ekki heima í síðustu viku, en þá hefðir þú hefðir getað kíkt í heimsókn til mín Sveinn. 

Jóhannes Ragnarsson, 28.6.2009 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband