Leita í fréttum mbl.is

Ættu að finna upp lyf gegn öðrum og verri óþverrapestum

drÞað má vel vera að einn skammtur af GlaxóSmithKline bóluefni drepi niður svínaflensu og geri jafnvel örgustu fola vita náttúrulausa í leiðinni. Ég held ég muni nú þegar Villi vinur minn, sem var ærður af ást til allra kvenna, lét sprauta sig við inflúensunni hér um árið; hann missti ekki bara getuna til kvenna, heldur umpólaðist hann gjörsamlega og varð jafn elskur að karlmönnum og hann var ástfanginn af konum áður enn hann fékk sprautuna.

Hinsvegar ættu þeir hjá GlaxóSmithKline og öðrum stöffbruggsfabikkum, að hunskast til að einhenda sér í að finna upp bóluefni gegn óþverrapestum eins og framsóknarmennsku og sjálfstæðisflokksmeinvörpum, sem eru, eins og alþjóð veit, þjóðarógæfa íslendinga. Það væri mikið kærleiksverk og mannúðarmál af hálfu lyfjafyrirtækja ef þau sæju sér fært að framleiða sterka lyfjablöndu sem virkaði á fyrrnefnda sjúkdóma áður en þeir ná að verða að heimsfaraldri með tilheyrandi skakkaföllum fyrir allt mannkyn. 


mbl.is Einn skammtur af bóluefni nóg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Þetta er sú allra besta tillaga sem ég hef séð um endurreisn samfélagsins frá bankahruninu.

Níels A. Ársælsson., 14.9.2009 kl. 12:17

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Góð hugmynd, það þyrfti þá að vera eitthvað sem ylli sjálfsofnæmi í óværunni.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.9.2009 kl. 13:06

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir ynnu þá við eitthvað sem skapar betra þjóðfélg með tímanum.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.9.2009 kl. 15:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband