Leita í fréttum mbl.is

Ætlaði að heimsækja kvenmann en fór húsavillt

djöfsi2Ekki efa ég að fólki líði hræðilega að þurfa að búa við hliðina á mönnum sem heita Wernersson, Welding, Ármannsson eða Gissurarson. Það segir sig sjálft að nágrannar slíkra manna fá sjálfkrafa óorð á sig, af ástæðum sem mér eru að vísu ókunnar. Þá væri ekki beint geðslegt fyrir nágrannana ef skemmdarvargarnir með málninguna færu húsavillt og djöfluðu og rauðu og svörtu uppá veggi hjá bráðsaklausu fólki; ég get bara ekki hugsað þá hugsun til enda ógrátandi.

Einusinni kom það fyrir í Laugarneshverfinu, að maður, sem ætlaði að heimsækja kvenmann um hánótt, fór húsavillt. Hann skreið innum gluggann á hjónaherberginu í næsta húsi og tókst áður en yfir lauk að vinna þar hræðileg spjöll, svo sem eiginmanni konunnar í því húsi ætti að vera best kunnugt um. Það var nefnilega ekki nóg með að villumaðurinn tæki feil á húsum þessa nótt, heldur fór hann kynjavillt þegar inn var komið og tók áðurnefndan eiginmann, sem lá í fasta svefni við hlið konu sinnar, svo ærlega í bakaríið að hann vissi ekki á hvorum endanaum hann ætti að standa í tvo sólarhringa á eftir. Af þessu má sjá að mistök geta verið dýrkeypt og menn ættu að einsetja sér, sem boðorð eitt, tvö og þrjú, á undan þessum 10 boðorðum í Biflíunni, að gera aldrei mistök.

Svo er náttúrlega einn möguleiki í þessu málnigarmáli öllu, sem Geir Jón lögregluforingi ætti að rannsaka sérstaklega, en það er hvort þessir werners- og weldingssynir allir saman hafi ekki sjálfir verið að dunda sér við að mála húsin sín á síðkvöldum og að næturþeli. Það er t.d. alþekkt að sumt fólk á það til að ganga í svefni og taka sér, undir þeim kringumstæðum, eitt og annað smáskrítið fyrir hendur. 


mbl.is Nágrönnum auðmanna líður illa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Ha ha ha  að hann vissi ekki á hvorum endanaum hann ætti að standa í tvo sólarhringa á eftir. hahahahah...................

Níels A. Ársælsson., 16.9.2009 kl. 23:21

2 identicon

Getur það ekki verið að þeir sem þrífa og mála eftir svona, sendi sína menn á staðinn daginn áður.

En sagan úrlaugarneshverfinu er fjandi góð

Sveinn Elías Hansson (IP-tala skráð) 17.9.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband