Leita í fréttum mbl.is

Álversórana í Helguvík á að slá af nú þegar

Heldur þessi Árni Sigfússon að Helguvíkurálver geti bjargað honum úr snörunni? Ef svo er lýst mér ekki á blikuna. Auðvitað á ríkisstjórnin ekki að vera með neinar vífilengjur varðandi þessa álversóra heldur slá þá af strax, þá er það mál endanlega úr sögunni, þjóðinni til margfaldra heilla.
mbl.is Góð tíðindi fyrir Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mér hugnast orðið "álversórar" Jóhannes :)

Finnur Bárðarson, 30.10.2009 kl. 15:42

2 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég trúi því, Finnur, enda eru þetta ekkert nema órar í veruleikafirrtum roðhænsnum.

Jóhannes Ragnarsson, 30.10.2009 kl. 15:43

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Láttu ekki svona Jóhannes. Þetta er ein af þeim leiðum sem okkur býðst til að að vinna okkur út úr þessari kreppu.

Þessari atvinnuuppbyggingu ber að fagna eins og öðru því sem verið er að gera í dag og mun skapa hér fleiri atvinnutækifæri og auknar gjaldeyristekjur.

Við getum ekki leyft okkur að segja að við viljum þetta en ekki hitt. Við verðum að nýta öll þau tækifæri sem bjóðast og fagna því í hvert sinn að okkur tekst að skapa ný störf.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.10.2009 kl. 16:15

4 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Það sem er með ólíkindum er að orkufyritækin eru í raun ekki búin að fjármagna fyrirhugaðar framkvæmdir. Og ætti að skoða þessar framkvæmdir í því ljósi. Enda eftir tæplega 45 ára álvæðingu þá er þau á hausnum.

Þeir sem halda því fram að við séum ekki í stöðu til að neita, þá vill ég benda á að slæmar hugmyndir eru slæmar í góðæri sem kreppu.

Við þurfum varanllegri lausnir því þennslan og skuldsettning vegna þessa rándýru starfa auka hættuna í alvarlegu bakslagi þegar verkefninu lýkur og sjálf álbræðslan hefst.

Kveðja

Andrés Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 16:45

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Ég er sammála þér í því Andrés að hún kemur á óvart staða Orkufyrirtækjanna.

Þar virðast menn hafa teygt sig of langt niður í orkuverðinu. Ég hefði talið að eiginfjárstaða þeirra hefði í dag átt að vera miklu betri eftir öll þessi ár.

Við skulum samt hafa í huga að þessi lán sem Landsvirkjun hefur tekið eru öll í skilum og ég vil trúa því sem menn segja þar á bæ að þær framkvæmdir sem félagið hefur farið í, þær standa undir sér.

Ríkið hefur í það minnsta ekki þurft að leggja félaginu til fé þrátt fyrir miklar fjárfestingar undanfarin tíu ár.

Auðvita hefði ég vilja sá hér verða til önnur störf en bara í þessum álverum. Við erum að veðja allt of miklu á eina grein. Um þetta held ég að allir Íslendingar séu sammála.

Vandamálið er hins vegar sá kaldi veruleiki að það er í dag fátt annað í boði. Einhver gagnaver eru í á teikniborðinu og vonandi verður það allt líka að veruleika 

En okkur hefur almennt ekki tekist að lokka framleiðslufyrirtæki hingað til landsins, önnur er þessi álver. Því miður.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 30.10.2009 kl. 17:09

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Búrfellsvirkjun var byggð 1969, eða fyrir 40 árum. Forsenda hennar var álverið í Straumsvík.  Í dag er kostnaður við hana að fullu afskrifaður og hún er í eins góðu standi og ný virkjun.

Hugsið ykkur stöðuna í dag, ef fleirri virkjanir hefðu verið byggðar á þessum tíma. Þær væru búnar að mala gull allan þennan tíma og væru hrein eign þjóðarinnar í dag. Því miður voru engu færri kjánar í landinu á þeim tíma en núna.

Loftur Altice Þorsteinsson, 30.10.2009 kl. 20:41

7 Smámynd: Andrés Kristjánsson

Nei alrangt.

Búrfellsvirkjun reyndist okkur ERFIÐ enda arðsemin kolrangt reiknuð. Þeir sem niðurgreiddu voru íslensk heimili og fyrirtæki.

http://andreskrist.blog.is/blog/andreskrist/entry/873512/

Búrfellsvirkjun var upphafið af niðurlægingunni.

Andrés Kristjánsson, 30.10.2009 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband