Leita í fréttum mbl.is

Lilja Mósesdóttir er Snæfellingur eins og ég

Það kom vel fram í máli Lilju í Silfrinu hverskonar skítaselskapur Sjálfstæðisflokkurinn er. Þessi óhugnarlegu samtök virðast svífast einskis, ef sjónhverfingar þeirra kunna að slá ryki í augu almennings. Að er mjög nauðsynlegt að fólk fari að átta sig á af hvað kalíberi í óheiðarleik og stigamennsku Sjálfstæðisflokkurinn raunverulega er. Það er fyrir löngu mál til komið að Sjálfstæðisflokkurinn verði kveðinn niður í eitt skipti fyrir öll og þannig búið um hnútana að hann geti með engu móti gengið aftur; svo slæmur sem hann var í lifanda lífi þá má gera ráð fyrir honum enn verri sem afturgöngu.

Um Lilju Mósesdóttur er það að segja, að þar fer mjög vaxandi stjórnmálamaður, afburða vel greind, jarðbundin, sjálfstæð og heiðarleg, enda er hún Snæfellingur eins og ég.


mbl.is Getur ekki samþykkt Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Tálknfirðingar kváðu niður afturgöngu 1696

Árið 1696 lézt Bjarni Jónsson bóndi á Bakka í Tálknafirði og var hann jarðaður í kirkjugarðinum í Stóra-Laugardal.

Fljótlega eftir að Bjarni var jarðsettur fór að bera á miklum reimleikum á ýmsum bæjum í Tálknafirði. Töldu vitrir menn í Tálknafirði fyrir víst að Bjarni Jónsson hefði gengið aftur og gert fólki þessar ónáðir.

Brugðust Tálknfirðingar hart við og grófu Bjarna upp og veittu honum enn betri yfirsöng. En það kom ekki að haldi og magnaðist afturganga Bjarna til allra muna.

Fóru þá Tálknfirðingar margir saman aftur að gröfinni í annað sinn og grófu Bjarna upp. Varð þeim ærið hverft við í það skipti, því hinn dauði maður var kominn á fjórar fætur í gröfinni.

Þá gripu Tálknfirðingar til gamals ráðs og hjuggu höfuðið af karli og stungu því við þjóin. Við þessa aðgerð brá svo við að Bjarni Jónsson hefur aldrei gert vart við sig síðan.

Níels A. Ársælsson., 1.11.2009 kl. 14:40

2 identicon

Hún amma mín var nú fædd í Kötluholti á Snæfellsnesi

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Því er við að bæta, Rafn, að Kötluholt er í fallegust sveit á landinu.

Jóhannes Ragnarsson, 1.11.2009 kl. 15:38

4 identicon

Tek undir það með þér.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 1.11.2009 kl. 16:32

5 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Tek ekki undir með þér.

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.11.2009 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband