Leita í fréttum mbl.is

Það er sorg í Samfylkingunni í kvöld

Það var víst mikill gleði brjósti Össurar fullveldissölumanns og annarra lítilsiglda samfylkingardrauga þegar samninganefnd Íslands við ESB var kunngerð almenningi fyrir fáeinum klukkustundum síðan. Samfylkingarfénaðurinn laust upp fagnaðarveini svo hrottalegu að velnjulegt fólk varð felmtir slegið og hélt að Grýla gamla væri komin til byggða, hungraðri en aldrei fyrr.

En svo kemur þessi andskotans skoðanakönnun um ánægju þjóðarinnar með ESB-aðild eins og þjófur að nóttu og breytir samfylkingarsigri í samfylkingar sorg á augabragði. Innan við þriðjungur hinnar vanþakklátu íslensku þjóðar hefur áhuga á fullveldisframsalinu, hinir ekki.

Þessi ósköp þýða einfaldlega, að nú væri Samfylkingunni sæmst að draga ESB-höfuðóra sína til baka og skammast sín. En því miður kann þessi kyndugi landsöluflokkur ekki að skammast sín fremur en íhaldið, svo náskyld sem þessi vemmilegu samtök eru andlega sem líkamlega.

En það er semsagt sorg í Samfylkingunni í kvöld og það er gott.  


mbl.is 29% vilja ganga í ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jóhannes, æfinlega !

Það er jú; skemmra milli krata bælisins - og Valhallarinnar, þá grannt er skoðað.

Með kveðjum digrum; út undir Enni vestur /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.11.2009 kl. 21:15

2 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ekki láta þér detta í hug að Samfylkingin dragi umsóknina til baka. Það eru ekki gáfur til í flokknum til að láta það gerast. Flokkurinn er ekki í raunveruleikanum! Flokkurinn kann ekki að skammast sín frekar en ESB með allri sinni ósvífni gegn LÝÐRÆÐI.

Eggert Guðmundsson, 5.11.2009 kl. 22:44

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Nú verður strákurinn úr Ólafsvík að finna annað tilefni til þess að vígja rauðu slaufuna sína,sem átti að nota á inngöngunni í ESB. Samfylkingarmaddaman verður með skeifu næstu mánuðina.

Sigurður Þorsteinsson, 6.11.2009 kl. 05:56

4 Smámynd: Jóhannes Ragnarsson

Ég hafði nú hugsað mér, Ziggi minn, að nota rauðu slaufuna til að hengja samfylkingarlimi með ESB-heilasótt.

Jóhannes Ragnarsson, 6.11.2009 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband