Leita í fréttum mbl.is

Forhert ábyrgðaleysi

Það verður að teljast djöfulleg forherðing hjá fólki í barneign, að taka uppá að hrúga niður krökkum eftir að skollin er á kreppa með væntanlegu mannfalli sakir hungurs og ílls atlætis. En það kvað samt vera staðreynd, að nú um stundir sé sá fjöld kvenna fullbarnaður, sem aldrei hefir áður sést hér á landi síðan uppúr móðuharðindunum miklu og stórubólu þega þjóðin var næstum útdauð og mikil lá við allar tagltækar konur gengu hart fram í barneignum svo landið legðist ekki í eyði. Nú er svo sem engin hætta á fari fyrir íslensku þjóðinni og geifuglinum, þannig að kerlingar þurfa ekki að fyllast örvæntingu og fari að láta alskonar kalla barna sig í gríð og erg.

En fyrst að skörungarnir miklu á Alþingi, þær Álfheiður Ingadóttir, sem hrifsaði heilbrigðisráðuneytið til sín eins og soltin úlfur, og Margrét Tryggvadóttir þjóðmálaberserkur, gerðu sér lítið fyrir á Alþingi í dag og tóku barneignasótt nútímakvenna til umræðu, þá er ekki nema rétt og skylt, að geta þess, að þessar drottningar væru betur komnar í eilífðarfæðingarorlofi en að þvælast fyrir fullorðnu fólki á þeim vinnustað, sem þeim tókst að smokra sér inná fyrir vangá almennings. 


mbl.is Íslendingar geta börn í kreppu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhannes Ragnarsson
Jóhannes Ragnarsson

Höfundur er búsettur í Ólafsvík.

netfang: joiragg@visir.is  Sími:436-1438 og 895-1438

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband